Hér er þetta:

Undanfarin ár hef ég verið starfsmaður öryggisnefndar Háskóla Íslands og sem slíkur hef ég búið til ýmislegt fræðsluefni vegna öryggismála við skólann.  Ég legg hér fram dæmi, umsókn minni til stuðnings. 

Öryggisvefur háskólans:

Efni á vefnum hef ég skrifað að mestu sjálfur en að nokkru leyti hef ég skrifað það upp úr öryggishandbók háskólans sem gefin var út fyrir nokkrum árum. 

Myndböndin á síðunni eru mín smíði: ég skrifaði handritið, leikstýrði, tók upp, klippti, bjó til undirspilið og ég er þulurinn.  Svona gerist þegar peningar eru af skornum skammti. 

Til að þið þurfið ekki að fletta í gegnum allan þennan vef til að finna myndböndin set ég þrjú þeirra hér, sem dæmi.

Markhópur þessa efnis er fólk sem er að hefja nám eða störf á rannsóknastofum við háskólann. Þó viðfangsefnið sé alvörumál er reynt að bregða aðeins á leik í þeim öllum, í þeirri von að áhorfendur sofni kannski síður.

Fyrst er hér almennur inngangur:

Hér er fjallað um persónuvarnir:

Hér er síðan lýst innihaldi efnaslysakassa sem finna má í rannsóknastofum háskólans: